Rótarýmenn í Ólafsfirði hátt uppi
Fimmtudagskvöldið 14. apríl 2016, var haldinn fundur í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar á frekar óvenjulegum stað. Nefnilega í tæplega 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli á hæsta hluta Ólafsfjarðarmúla, þar sem heitir Múlakolla, (984 m.y.s).
Þar er mikil umferð skiða/snjóbretta og vélsleðamanna, einkum þegar líða fer að vori. Enda snjóalög þar yfirleitt góð og brekkurnar engu líkar. Menn ganga þarna upp á fjallaskíðum, fara með snjóbílnum, snjósleðum eða jafnvel þyrlu. Þyrluskíðamennska er sem kunnugt er orðin feyki vinsæl yst á Tröllaskaganum.
Ferðaþjónustufyrirtækið Articfreeride sem starfrækir snjóbíl í ferðum þangað upp, fór með félaga og nokkra maka þeirra. Útsýnið af Múlkollu er stórfenlegt, algjörlega ólýsanlegt og sér meira og minna um allt norðurland og voru klúbbfélagar einstaklega heppnir með veður og útsýni. Heiðskírt var og jökulkalt.
Farið var frá gamla Múlaveginum um kl 18:30 og þegar upp var komið, rétt um kl. 19:00 setti Ásgrímur Pálmason 33. fund starfsársins, eða fund nr. 2.967 frá stofnun klúbbsins sem var 15. apríl 1955. Guðbjörn Arngrímsson, stallari, aðstoðaði við fundarsetninguna. Að þessu sinni var frjáls fundur og var farið í öll hefðbundin fundarstörf á fundinum.
Hópurinn á Múlakollu. Árdalur, Arnfinnsfjall og Hvanndalabjarg í baksýn. Farið var áleiðis niður um eftir ½ tíma dvöl á toppnum, einn félagi á skíðum en hinir þátttakendur með snjóbílnum. Ferðalangar komu svo niður á veg sælir og glaðir rétt rúmlega 20:00.
K. Haraldur Gunnlaugsson, Rkl. Ólafsfjarðar