Fréttir

1.6.2017

Vinnustaðafundur.

Af og til bregða rótarýmenn undir sig betri fætinum og halda fund á einhverjum vinnustað.  Fundurinn í kvöld var slíkur og að þessu sinni var hótel Brimnes heimsótt.  Þar ræður einmitt ríkjum nýjasti félagi í klúbbnum, hann Kristján Ragnar Ásgeirsson. 

Kristján Ragnar tók á móti klúbbfélögum og bað þá koma fagnandi.  Bauð hann svo til kvöldverðar í boði hótelsins.

Að kvöldverði loknum voru hefðbundin fundarstörf.    Forseti setti og stýrði fundi, fréttabréf og kvæði kvöldsins voru flutt.  Auk þess sagði Kristján hótelstjóri frá stafsemi hótelsins,  endurnýjun sem unnið hefur verið að s.l. tvö ár og einnig sagði hann frá afþreyingu sem er í boði eins og t.d vatnabátum og kajökum sem hótelið býður gestum sínum afnot af.
Forseti sleit svo fundi, en að því loknu var farið í skoðunarferð um hótelið og í einn bústaðinn,  en Brimnes Hótel er  með nokkra bjálkabústaði sem eru staðsettir skammt frá hótelinu alveg við Ólafsfjarðarvatn. 

  Þetta var mjög fróðleg og sérlega vel heppnuð heimsókn og eru Brimnes hóteli færðar bestu þakkir fyrir.

Texti og myndir:  K.Haraldur Gunnlaugsson.