Fréttir

23.10.2015

Fundur umdæmisstjóra í Ólafsfirði.

Í gærkvöldi fimmtudagskvöldið 22. október kom umdæmisstjóri íslenska Rótarýumdæmissins Magnús B. Ingólfsson ásamt eiginkonu sinni Steinunni Ingólfsdóttur á fund Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar.

Áður en fundur hófst hafði Magnús fundað með forseta klúbssins.

Að aflokinni hefðbundinni fundarbyrjun, hélt Magnús erindi um Rótarýhreyfinguna og er óhætt að segja að hann hafi komið víða viða.

Má jafnframt segja að erindi hans hafi verið innblásið af hvatningu til Rótarýfélaga, auk þess sem hann fór lofsamlegum orðum um starfsemi klúbbsins á mörgum sviðum samfélagsins.    

Í lok fundar afhenti Magnús, Ásgrími Pálmasyni forseta fána ársins, sem er  með áletruninni „ Be a gift to the World“  auk þess að næla barmmerki ársins í hann.  

Að þessu loknum þökkuðu Rótaryfélagar og gestir þeirra þeim hjónum fyrir komuna og ánægjulega kvöldstund.