Fréttir
Rótarýdagurinn hafinn!
Klukkan 13 í dag söfnuðust félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar saman á Kaffishúsinu Klöru, þeirra erinda að kynna starfsemi Rótarýhreyfingarinnar.
Blíðu veður er nú í Ólafsfirði og standa vonir klúbbfélaga til þess að margir muni leggja leið sína í miðbæinn og koma við hjá okkur á Kaffi Klöru.
Í það minnsta hvetjum við fólk til þess.
Auk þess að hreyfingin verði kynnt er ýmislegt annað er á dagskrá m.a. tónlistarflutningur, þar sem þemað verður írsk tónlist. Nú þegar er orðin heilmikil stemming á Rótarýdeginum.
Myndir og texti: K.Haraldur Gunnlaugsson.