Fréttir

19.10.2015

Umdæmisstjóri heimsækir Ólafsfjörð

Nýkjörinn umdæmisstjóri Magnús B. Jónsson mun að öllu forfallalausu koma á næsta fund.

Nýkjörinn umdæmisstjóri Magnús B. Jónsson mun að öllu forfallalausu koma á næsta fund.  Með honum í för verður eiginkona hans Steinunn Ingólfsdóttir.

Magnús mun flytja erindi sem væntanega fjallar um Rótarýmálefni og svarar svo fyrirspurnum á eftir.
Heimsókn þessi er viðleitni umdæmisstjóra að  hitta fólk úr öllum klúbbum, strax á fyrstu vikum í embætti.
Sú hefð hefur skapast að klúbbfélagar bjóði mökum sínum með og þannig er það einnig að þessu sinni.
Fundurinn verður á hefðbundnum stað og á hefðbundnum tíma. þ.e. á Höllinni fimmtudaginn 22. október kl. 19:00.
Eru félagar hvattir til að fjölmenna ásamt mökum og athuga að láta forseta vita um mætingu.
Mynd og texti:  K. Haraldur Gunnlaugsson