Fréttir
  • Norðan og austanklúbbar hittast

7.11.2016

Norðan og austan klúbbar hittast.

Ákveðið hefur verið að allir rótarýklúbbar á norður og austurlandi, frá   Sauðárkróki til  Egilsstaða haldi semeiginlegan fund eða rótarýsamkomu á Sel  Hóteli við Mývatn,  laugardagskvöldið 12. nóvember n.k.  Þar hittast félagar á svæðinu með mökum sínum.

Eftirfarandi dagskrá hefur verið gefin út:Norðan og austanklúbbar hittast

Mæting á Sel hótel,  kl. 15:00 eða fyrr.

Kl.  15:30.  Komið saman í gestamóttökunni og lagt af stað í kynnisferð um nágrennið.

Kl.  19:00.  Fólk hittist á barnum.

Kl.  19:30.  Sameiginlegur fundur klúbbanna hefst með borðhaldi.

Á dagskránni, verða svo stutt erindi, gamanmál og söngur.

Sérstakt tilboð er fyrir klúbfélaga og maka þeirra á gistingu og morgunmat á hótelinu.

Með þessu vilja klúbbarnir sem að þessu standa „hrista mannskapinn saman“  eins og svo vinsælt er að orða það nú á tímum.  Í það minnsta vonast undirbúningsnefndir klúabbanna eftir góðum viðtökum, góðri stund og ekki væri verra ef félagar fjölmenntu.Norðan og austanklúbbar hittast


 Myndir:  K. Haraldur  (Frá makafundum í Rótarykl. Ólafsfjarðar)  Mývantsmynd af Internetinu.

Texti:  K.Haraldur.  


Norðan og austanklúbbar hittast