Fréttir

14.11.2017 : Kolbrún Kristínardóttir sjúkraþjálfari

Gestur okkar á næsta fundi fimmtudaginn 16. nóvember er Kolbrún Kristínardóttir.  Kolbrún er sjúkraþjálfari og mikil útivistarmanneskja.  Erindið heitir „Förum út saman – útivera og náttúrustundir í uppvexti barna“.  Það  byggir að nokkru leiti á meistararannsókn  frá Háskólanum í Lillehammer.  Fjallað er um tengsl milli útivistar og heilsu, foreldra sem fyrirmyndir og samveru fjölskyldunnar sem forvörn.



Útdráttur

7.11.2017 : Vígdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK

Fmmtudaginn 9. nóvember mun fyrrum félagi okkar Vígdís Jónsdóttir vera með fyrirlestur sem heitir „Vinnan og heilsan“. Þar fjallar hún um þróun á örorku og veltir fyrir sér ýmsum orsökum og hvað er til ráða.

7.11.2017 : Edda Gíslrún Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri og kennari við Menntavísindasvið HÍ

Fimmtudaginn 26. október mun Edda Gíslrún Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri og kennari við Menntavísindasvið HÍ koma til okkar og flytur okkur fyrirlestur sem hún nefnir:
Eiga skólar að búa börn nútímans undir óþekkta framtíð með því að byggja á fortíðinni?

27.9.2017 : Knútur Óskarsson umdæmisstjóri

Gestur okkar á Rótarýfundi fimmtudaginn 28. september 2017 verður Knútur Óskarsson umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi.

29.8.2017 : Bjarni Karlsson, prestur og sálfræðingur

Gestur okkar á Rótarýfundi fimmtudaginn 31. ágúst verður Bjarni Karlsson, prestur og sálfræðingur. Fyrirsögn erindis hans er "Hamingjan".

16.5.2017 : Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson skógerfðafræðingur og skógfræðingur

Gestur okkar á Rótarýfundi fimmtudaginn 18. maí 2017 verður Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson skógerfðafræðingur og skógfræðingur. Hann mun flytja erindið: Efasemdir um gagnsemi hugtaksins „Framandi ágengar tegundir“.

Aðalsteinn hefur verið fagmálastjóri Skógræktarinnar frá 2016 og er staðsettur að Mógilsá. Fagsvið hans snýr að skógerfðafræði og erfðavistfræði, þ.m.t. rannsóknir á tegundum, kvæmum og klónum trjátegunda. Einnig rannsóknir tengdar nýskógrækt. Hann er fulltrúi Íslands í norrænni og evrópskri samvinnu um skógræktarrannsóknir; í framkvæmdaráði Skógræktar ríkisins, í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktarfélags Íslands.

Hann er einnig sýna okkur myndir úr Straumshrauni sem tengjast efninu.