Fréttir
Páll Baldvin Baldvinsson.
Gestur okkar á Rótarýfundi fimmtudaginn 18. febrúar er Páll Baldvin Baldvinsson.
Hann mun segja okkur frá bók sinni Stríðsárin 1938-1945 sem kom út fyrir síðustu jól.
Bókin var valin fræðibók ársins Í Morgunblaðinu og fékk fimm stjörnur í umsögn ritdómara, hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna ein fimm bóka almenns efnis og tilnefnd til verðlauna Hagþenkis ein tíu fræðirita. Þá völdu bóksalar hana fræðibók ársins.