Fréttir
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
Fundur fimmtudaginn 4. september kl. 07
Á 5. fundi starfsársins í Rótarýklúbbnum Straumi verður Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri gestur okkar.
Koma erlendra ferðamanna til Íslands, fjöldi þeirra og gjaldtaka á þekktum ferðamannastöðum hefur verið í umræðunni undanfarna mánuði og sitt sýnist hverjum. Jafnvel erlendir ferðamenn hafa skoðun á fjölda ferðamanna (!),og vilja að íslensk stjórnvöld takmarki fjölda þeirra og minnki þannig ágang á landið
Fundarstaður: Safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, Linnetsstíg 6.