Fréttir

21.10.2014

Eva Þengilsdóttir, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur.

Á 12. fundi starfsársins fimmtudaginn 23. október n.k. er Eva Þengilsdóttir, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur gestur okkar.

Eva hefur lengi unnið að málum sem varða almannaheill og sköpun. Eitt margra hugverka Evu er Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur gefið út fyrir jólin síðastliðinn áratug.

Gerðu eins og ég er fyrsta barnabók hennar, en áður hefur hún skrifað barnaefni fyrir sjónvarp, kirkjustarf og leikskóla.  Eva er að gefa út nýja bók sem heitir Nála – riddarasaga. 

Heiti erindis hennar er:  ,, Tíminn – hárlokkar og heitt blóð.“