Fréttir
Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp
Gestur okkar á Rótarýfundi fimmtudaginn 8. september er Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Hann mun á fundinum ræða um kvótakerfið, auðlindagjald og hvaðeina
sem tilheyrir þessum málaflokk. Af nógu er að taka og margir hafa
miklar skoðanir á þessum málaflokk.
Árni Múli Jónasson verður gestur okkar á fundi 8. september. Hann er framkvæmdastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli er lögfræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað sem Fiskistofustjóri, bæjarstjóri á Akranesi og hjá umboðsmanni Alþingis. Hann hefur sérhæft sig í mannréttindalögfræði og hefur unnið að þeim málum í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International og hjá Rauða krossi Íslands. Einnig hefur hann verið pólitískur ráðgjafi hjá þingflokki Bjartrar framtíðar og aðstoðarmaður Guðmundar Steingrímssonar, fomanns Bjartrar framtíðar.
Á fundinum okkar mun hann ræða um kvótakerfið, auðlindagjald og hvaðeina sem tilheyrir þessum málaflokk. Af nógu er að taka og margir hafa miklar skoðanir á þessum málaflokk.