Fréttir

5.6.2015

Hvatningarverðlaun klúbbsins

Næstkomandi fimmtudag, 4. júní er hátíð hjá Rótarýklúbbnum Straumi – þá verða veitt hin árlegu hvatningarverðlaun klúbbsins.

Hvatningarviðurkenningarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að veita Kristínu Maríu Indriðadóttur, verkefnisstjóra Fjölgreinadeildarinnar í Hafnarfirði verðlaunin fyrir einstakt þrekvirki við að hjálpa unglingum sem ekki hafa náð að fóta sig í almennum grunnskóla að sjá tækifærin í lífinu. Fjölgreinadeildin þjónar 9. og 10. bekkingum úr öllum grunnskólum Hafnarfjarðar og hefur aðsetur í Menntasetrinu við Lækinn.

 

Hvatningarviðurkenningarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að veita Kristínu Maríu Indriðadóttur, verkefnisstjóra Fjölgreinadeildarinnar í Hafnarfirði verðlaunin fyrir einstakt þrekvirki við að hjálpa unglingum sem ekki hafa náð að fóta sig í almennum grunnskóla að sjá tækifærin í lífinu. Fjölgreinadeildin þjónar 9. og 10. bekkingum úr öllum grunnskólum Hafnarfjarðar og hefur aðsetur í Menntasetrinu við Lækinn.

Námið er frábrugðið hefðbundnu námi í grunnskóla en það felst aðallega í því að meira er horft til verklegra þátta en í hefðbundnu námi. Stefna fjölgreinadeildarinnar er að styðja við nemendur á þann hátt að þeir öðlist styrkan grunn til að finna sér stefnu í lífinu og verði undir það búnir að fara í framhaldsskóla.