Fréttir
Elín Þ. Þorsteinsdóttir markaðsstjóri TARAMAR
Á Rótarýfundi fimmtudaginn 23. febrúar fáum við kynningu á íslenska
sprotafyrirtækinu TARAMAR sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á
lífrænum húðvörum. Taramar er á margan hátt ólíkt öðrum
snyrtivörufyrirtækjunum og sagan á bak við vörurnar er
óvenjuleg. Elín Þ. Þorsteinsdóttir markaðsstjóri fyrirtækisins ætlar að
koma og fræða okkur um fyrirtækið og snyrtivörurnar.