Fréttir

4.4.2017

Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri Samskiptasviðs TR.

Gestur okkar á Rótarýfundinum fimmtudaginn 6. apríl 2017 er Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri Samskiptasviðs TR. Hún mun kynna réttindi til ellilífeyris hjá TR.

Sólveig er viðskiptafræðingur cand.oecon frá HÍ og með meistaragráðu í Stjórnun og stefnumótun frá sama skóla.

Frá 2008 hefur Sólveig starfað hjá Tryggingastofnun, fyrst sem framkvæmdastjóri Réttindasviðs og síðustu ár framkvæmdastjóri Samskiptasviðs.