Fréttir

Nýtt rótarýár hafið - 9.7.2015

Nýtt starfsár hófst hjá Rótarýhreyfingunni 1. júlí sl. Þá tók Magnús B. Jónsson, rótarýfélagi í Rkl. Borgarness, við sem umdæmisstjóri af Guðbjörgu Alfreðsdóttur, rótarýfélaga í Rkl. Görðum í Garðabæ. Ný stjórn tekur jafnframt við í Rótarýklúbb Eyjafjarðar. Ágúst Þór Árnason verður forseti, Eiður Guðmundsson verður ritari, og Helgi Vilberg er áfram gjaldkeri næsta starfsár. Lesa meira

Nýr fundarstaður hjá Rótarýklúbbi Eyjafjarðar - 27.3.2014

Rótarýklúbbur Eyjafjarðar hefur nú skipt um fundarstað. Eftir 22 ár á Hótel KEA hefur klúbburinn hætt að funda á Hótel KEA í kjölfar breytinga þar sem fundarherbergi klúbbins, Múlaberg, var aflagt og innréttingum breytt. Klúbburinn fundar nú á veitingastaðnum Bryggjunni, Strandgötu 49, á Akureyri. Fundartíminn er hinn sami, þriðjudagar kl. 18:15.

Lesa meira

Stefnir í spennandi umdæmisþing - 12.9.2013

Selfoss kirkjan og áin

Nú hafa 98 skráð sig á umdæmisþingið sem haldið verður á Selfossi 11.-12. október og 127 manns hafa skráð sig á lokahófið. Stefnir í mjög líflegt og spennandi þing. Áttir þú eftir að skrá þig?

Lesa meira

Námskeið í félagaþróun! - 8.3.2013

Per Hylander

Námskeið í félagaþrórun, „Workshop on Development of Clubs - tailor made for the individual club“, er yfirskriftin á námskeiði fyrir félaga úr rótarýklúbbum sem bera ábyrgð á félagaþróun. Hvað þarf til að gera starf í rótarýklúbbi áhugavert fyrir nýja félaga? Námskeiðið er á Grand Hotel kl. 10-15, laugardaginn 6. apríl.

Lesa meira




Rótarýklúbbur Eyjafjarðar

Fundarstaður

Bryggjan, Strandgötu 49 (kort)
Fundartími: Þriðjudagur 18:15

----------------------------------------------
Kennitala : 4509013690
Netfang : eyjafjordur@rotary.is
Veffang : http://www.rotary.is/rotaryklubbar/island/eyjarfjordur/
Fjöldi félaga í klúbbi : 8

 

Myndaalbúm

Þórarinn Egill Sveinsson
Þórarinn Egill Sveinsson