Fundir hefjast að nýju - 20 ára afmæli
Fundir hefjast í Rótarýklúbbi Eyjafjarðar á ný að loknu sumarleyfi á þriðjudaginn, 10. ágúst nk. Rótarýklúbbur Eyjafjarðar mun fagna 20 ára afmæli sínu á nýju starfsári. Klúbburinn var stofnaður 19. febrúar 1991.
Fundir hefjast aftur í Rótarýklúbbi Rótarýklúbbur að loknu sumarleyfi á þriðjudag, 10. ágúst nk. Fundir hafa legið niðri frá stjórnarskiptum í lok júní.
Rótarýklúbbur Eyjafjarðar mun á nýju starfsári, 2010-2011, fagna 20 ára afmæli sínu. Klúbburinn var stofnaður á fyrsta fundi á Hótel KEA, 19. febrúar 1991.
Alla tíð síðan hefur klúbburinn fundað á sama stað og á sama tíma: þriðjudögum kl. 18:15 á Hótel KEA. Fullgildingarhátíð var svo haldin 17. janúar 1992.
Klúbburinn stefnir að því að halda upp á afmælið á sérstökum hátíðarfundi um miðjan febrúarmánuð 2011 og með ýmsum öðrum hætti.
SFS