Fréttir

9.7.2015

Nýtt rótarýár hafið

Nýtt starfsár hófst hjá Rótarýhreyfingunni 1. júlí sl. Þá tók Magnús B. Jónsson, rótarýfélagi í Rkl. Borgarness, við sem umdæmisstjóri af Guðbjörgu Alfreðsdóttur, rótarýfélaga í Rkl. Görðum í Garðabæ. Ný stjórn tekur jafnframt við í Rótarýklúbb Eyjafjarðar. Ágúst Þór Árnason verður forseti, Eiður Guðmundsson verður ritari, og Helgi Vilberg er áfram gjaldkeri næsta starfsár.
Nýtt starfsár hófst hjá Rótarýhreyfingunni 1. júlí sl. og tóku jafnframt við nýjar stjórnir í öllum klúbbum. Magnús B. Jónsson, rótarýfélagi í Rkl. Borgarness, tók þá við sem umdæmisstjóri af Guðbjörgu Alfreðsdóttur, rótarýfélaga í Rkl. Görðum í Garðabæ.

Rótarýklúbbur Eyjafjarðar vill þakka Guðbjörgu fyrir gott samstarf á liðnu starfsári. Guðbjörg var gestur á fundi með okkur í klúbbnum í mars sl. ásamt eiginmanni hennar, Ásmundi Karlssyni.

Við óskum Magnúsi B. Jónssyni allra heilla í störfum sínum sem umdæmisstjóri.


Þess ber að geta að ný stjórn tók við 1. júlí sl. í Rótarýklúbbi Eyjafjarðar. Hana skipa: Ágúst Þór Árnason, forseti, Eiður Guðmundsson, ritari, Helgi Vilberg, gjaldkeri, og Stefán Friðrik Stefánsson, stallari.