Fréttir

2.7.2011

Nýtt rótarýár hafið

Nýtt starfsár hófst hjá Rótarýhreyfingunni 1. júlí sl. Þá tók Tryggvi Pálsson, rótarýfélagi í Rkl. Reykjavík-Austurbæ, við sem umdæmisstjóri af Margréti Friðriksdóttur, rótarýfélaga í Rkl. Borgum í Kópavogi. Sama stjórn situr áfram í Rótarýklúbb Eyjafjarðar næsta starfsár.

Nýtt starfsár hófst hjá Rótarýhreyfingunni 1. júlí sl. og tóku jafnframt við nýjar stjórnir í öllum klúbbum. Tryggvi Pálsson, rótarýfélagi í Rkl. Reykjavík-Austurbæ, tók þá við sem umdæmisstjóri af Margréti Friðriksdóttur, rótarýfélaga í Rkl. Borgum í Kópavogi.

Rótarýklúbbur Eyjafjarðar vill þakka Margréti fyrir gott samstarf á liðnu starfsári. Margrét var gestur á fundi með okkur í klúbbnum í október á síðasta ári.

Við óskum Tryggva Pálssyni allra heilla í störfum sínum sem umdæmisstjóri.


Þess ber að geta að sama stjórn situr áfram í Rótarýklúbbi Eyjafjarðar næsta starfsár: Helgi Þór Helgason, forseti, Eiður Guðmundsson, gjaldkeri, og Helgi Vilberg, gjaldkeri.



SFS