Fréttir

21.10.2010

Umdæmisstjóri heimsækir Rótarýklúbb Eyjafjarðar

Á síðasta fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar, þriðjudaginn 19. október sl, var Margrét Friðriksdóttir, umdæmisstjóri, gestur okkar auk Sigríðar Mundu Jónsdóttir, aðstoðarumdæmisstjóra. Fræddi hún rótarýfélaga um nýafstaðið umdæmisþing, sem haldið var í fyrsta skipti á öðrum tíma, og fór yfir markmið rótarýársins og það sem framundan er. 

Margrét Friðriksdóttir, umdæmisstjóri, var gestur okkar í Rótarýklúbbi Eyjafjarðar á síðasta fundi, þriðjudaginn 19. október sl. Flutti hún okkur fjölbreytt og ítarlegt erindi um markmið rótarýstarfsins á umdæmisári hennar og áttum við lífleg og góð skoðanaskipti.

Þar sem umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi var haldið helgina áður var farið ítarlega yfir niðurstöður þess og starfið á komandi árum. Einkum í ljósi þess að enn á ný hefur viðmiðum verið breytt; fjölda klúbba í umdæmi og rótarýfélögum þarf að fjölga til að umdæmið standi undir sér.

Með Margréti var Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfirði og aðstoðarumdæmisstjóri, og áttum við notalegt og gott spjall yfir borðhaldi. Samkvæmt venju var mökum félaga boðið til fundar og því fundurinn fjölmennur og notalegur.

Við í Rótarýklúbbi Eyjafjarðar þökkum umdæmisstjóra kærlega fyrir komuna, auk þess gagnlegt og gott erindi sem var okkur hvatning í starfinu á árinu, sem er 20 ára afmælisár klúbbsins.



SFS