Fréttir

14.9.2008

Ljósmyndun sem listgrein

Á næsta fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar, 16. september nk. mun Lára Stefánsdóttir, varaþingmaður og nemi í ljósmyndun, flytja erindi um ljósmyndun sem listgrein og nám sitt.

Á næsta fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar, 16. september nk. mun Lára Stefánsdóttir, varaþingmaður og nemi í ljósmyndun, flytja erindi um ljósmyndun sem listgrein og nám sitt.

Lára hefur um árabil verið áhugaljósmyndari og tekið fjölda ljósmynda. Hún ákvað fyrir rúmu ári að mennta sig í faginu og gerðist fjarnemandi í meistaranámi í heimildaljósmyndun í Academy of Art University í San Fransisco.

Lára hefur verið með fjölda sýninga á ljósmyndum sínum og gefið út bók með verkum sínum. Lára hefur sérhæft sig í landslagsljósmyndun og fræðir rótarýfélaga um ljósmyndun og hvað hún hefur lært í fjarnámi sínu.