Fréttir

1.9.2010

Heimsókn í Hörgársveit

Á næsta rótarýfundi, þriðjudaginn 7. september nk, munum við fara í heimsókn í Hörgársveit. Helgi Þór Helgason, forseti Rótarýklúbbs Eyjafjarðar og sveitarstjórnarfulltrúi í Hörgársveit, ætlar að kynna okkur fyrir sveitarfélaginu

Helgi Þór Helgason, forseti Rótarýklúbbs Eyjafjarðar og sveitarstjórnarfulltrúi í Hörgársveit, hefur ákveðið að bjóða okkur rótarýfélögum í heimsókn í Hörgarsveit þriðjudaginn 7. september nk.

Hörgársveit er nýtt sveitarfélag. Það varð til eftir sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps fyrr á þessu ári. Munum við fara í bíltúr um sveitarfélagið og ætlar Helgi Þór að kynna okkur það.

Við munum svo fá okkur kvöldverð á Engimýri, í boði Helga Þórs, í ferðarlok. Áætlað er að við komum aftur til Akureyrar á tíunda tímanum á þriðjudagskvöldið.


SFS