Fréttir

12.2.2011

20 ára afmæli Rótarýklúbbs Eyjafjarðar

20 ár eru í dag liðin frá stofnfundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar. Rótarýklúbbur Eyjafjarðar var stofnaður 12. febrúar 1991 að viðstöddum fjölda stofnfélaga og gesta úr Rótarýklúbbi Akureyrar. Fyrsti almenni fundur klúbbsins var haldinn viku síðar, 19. febrúar 1991. Fyrsti forseti klúbbsins var Jónas Franklín, læknir.

Tveir áratugir eru í dag frá stofnun Rótarýklúbbs Eyjafjarðar.

Rótarýklúbbur Eyjafjarðar var stofnaður 12. febrúar 1991 að viðstöddum fjölda stofnfélaga og gesta úr Rótarýklúbbi Akureyrar. Fyrsti almenni fundur klúbbsins var haldinn viku síðar, 19. febrúar 1991.

Fullgildingarhátíð klúbbsins var haldin á Hótel KEA þann 17. janúar 1992 að viðstöddum Lofti J. Guðbjartssyni, þáverandi umdæmisstjóra.

Fyrsti forseti klúbbsins var kjörinn Jónas Franklín, læknir.


Fundir Rótarýklúbbs Eyjafjarðar hafa allt frá upphafi verið haldnir kl. 18:15 á þriðjudögum á Hótel KEA.

Afmæli klúbbsins verður fagnað í hófi á Hótel KEA þriðjudaginn 22. febrúar nk. kl. 18:15.





SFS