Fréttir

20.8.2010

Staða forsetaembættisins

Á næsta rótarýfundi, þriðjudaginn 24. ágúst nk, mun Ágúst Þór Árnason flytja erindi um stöðu íslenska forsetaembættins. Deilt hefur verið um valdsvið þess og framtíð síðustu ár og mikil umræða um hvernig embættið mótist með nýrri stjórnarskrá.
Á næsta rótarýfundi, þriðjudaginn 24. ágúst nk, mun Ágúst Þór Árnason flytja erindi um stöðu íslenska forsetaembættins. Deilt hefur verið um valdsvið þess og framtíð síðustu ár eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hefur tvívegis hafnað lagafrumvarpi frá Alþingi í forsetatíð sinni.

Mikil umræða hefur auk þess verið um hvernig embættið muni mótast með nýrri stjórnarskrá lýðveldisins sem brátt verður í vinnslu og hvort valdsvið forsetans muni breytast samhliða því, einkum hvað varðar 26. grein stjórnarkrárinnar.


SFS