Fréttir

5.7.2010

Stjórnarskipti í Rótarýklúbbi Eyjafjarðar

Stjórnarskipti fóru fram á fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar 29. júní sl. Stefán Friðrik Stefánsson, fráfarandi forseti, afhenti Helga Þór Helgasyni forsetakeðjuna í lok fundar. Með honum sitja í stjórn Eiður Guðmundsson, ritari, og Helgi Vilberg, gjaldkeri.

Stjórnarskipti fóru fram á fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar 29. júní sl. í lok síðasta fundar starfsársins. Þetta var jafnframt síðasti fundur fyrir sumarleyfi.

Stefán Friðrik Stefánsson, fráfarandi forseti Rótarýklúbbs Eyjafjarðar, afhenti Helga Þór Helgasyni forsetakeðjuna í lok fundar eftir að hafa flutt stutta ræðu.

Með Helga Þór sitja í stjórn Eiður Guðmundsson, ritari, og Helgi Vilberg, gjaldkeri.

Samkvæmt hefð var mökum félagsmanna boðið á fundinn.

Fyrsti fundur í klúbbnum að loknu sumarleyfi verður 10. ágúst nk.


SFS