Glitnir þjóðnýttur - staðan í viðskiptamálum
Á næsta fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar í dag, 30. september, mun Ólöf Nordal, alþingismaður og varaformaður samgöngunefndar, ræða um tíðindi síðustu daga í viðskiptamálum, þjóðnýtingu Glitnis-banka.
Á næsta fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar í dag, 30. september, mun Ólöf Nordal, alþingismaður og varaformaður samgöngunefndar, ræða um tíðindi síðustu daga í viðskiptamálum, þjóðnýtingu Glitnis-banka.
Samkomulag var gert í gær, 29. september, milli ríkisstjórnar og eigenda Glitnis banka hf, að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið, um að ríkissjóður myndi leggja bankanum til nýtt hlutafé og hljóta 75% hlut í bankanum í kjölfarið.
Þetta var gert með hliðsjón af þröngri lausafjárstöðu Glitnis og erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum um þessar mundir. Staðan á mörkuðum er erfið og veltir Ólöf í erindi sínu fyrir sér framhaldinu, því sem gerist á næstu vikum.
Ólöf, sem er dóttir Jóhannesar Nordal, fyrrum seðlabankastjóra, var kjörin á Alþingi vorið 2007 og er varaformaður í samgöngunefnd þingsins og situr ennfremur í umhverfis- og allsherjarnefnd.