Fréttir

29.8.2008

Ný stjórn í Rótarýklúbbi Eyjafjarðar

Rótarýklúbbur Eyjafjarðar kom saman að loknu sumarleyfi 12. ágúst sl. Þá hafði ný stjórn tekið við klúbbnum.

Fyrsti fundur í Rótarýklúbbi Eyjafjarðar að loknu sumarleyfi var þriðjudaginn 12. ágúst sl. Klúbburinn kemur saman á þriðjudögum kl. 18:15 á Hótel KEA, samkvæmt venju.

Ný stjórn tók við klúbbnum fyrir starfsárið 2008-2009 að loknu sumarleyfinu. Helgi Vilberg er nýr forseti klúbbsins, Stefán Friðrik Stefánsson er ritari og Eiður Guðmundsson er gjaldkeri.