Heimsókn í Myndlistaskólann á Akureyri
Á næsta fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar, þriðjudaginn 9. september nk, mun Helgi Vilberg, forseti klúbbsins og skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, bjóða klúbbfélögum í heimsókn í skólann. 35. starfsár skólans hefst í vikunni eftir enduruppbyggingu í kjölfar eldsvoða síðla júnímánaðar.
Á næsta fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar, þriðjudaginn 9. september nk, mun Helgi Vilberg, forseti klúbbsins og skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, bjóða klúbbfélögum í heimsókn í skólann.
35. starfsár Myndlistaskólans á Akureyri hefst með setningu á mánudaginn, 8. september. Hefur húsnæði skólans nú verið innréttað að nýju eftir eldsvoða í skólanum síðla júnímánaðar.
Mun Helgi sýna okkur breytingar á skólanum og fræða klúbbfélaga um starf skólans fyrr og nú.