Fréttir

11.11.2008

Uppgefnir nytjahlutir

Á næsta fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar, þriðjudaginn 11. nóvember nk, mun Hólmsteinn Snædal flytja erindi um Uppgefna nytjahluti. Fjallar hann þar í máli og myndum um hluti sem eru að hverfa úr notkun og vitund okkar.

Á næsta fundi Rótarýklúbbs Eyjafjarðar, þriðjudaginn 11. nóvember nk, mun Hólmsteinn Snædal flytja erindi um Uppgefna nytjahluti. Fjallar hann þar í máli og myndum um hluti sem eru að hverfa úr notkun og vitund okkar, hluti sem liggja eftir án þess að nokkur líti á þá og hugsi um til hvers þeir hafi verið.

Hólmsteinn hefur farið víða um land með þennan fyrirlestur sinn og vakið mikla athygli á hlutunum sem hafa fylgt þjóðinni mjög lengi en fallið í gleymskunnar dá.