Fréttir af starfinu

Fréttir af starfi Vefsíðunefndar

Nýr vefur rótarýumdæmisins opnaður 31. maí 2008

62. umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi er nú haldið á Akureyri og þar er nýr vefur íslensku Rótarýhreyfingarinnar formlega opnaður en unnið hefur verið að undirbúningi hans sl. ár. Með vefnum er nýtt skref tekið í tölvuvæðingu umdæmisins en á vefnum er öflugur gagnagrunnur þar sem haldið er utan um félagatal og þátttöku félaganna í rótarýfundum og nefndarstörfum. Auk þess er settar upp heimasíður fyrir alla rótarýklúbbana og allar upplýsingar mjög aðgengilegar.

Júní 2005

Nýr vefur rótarýumdæmisins opnaður 12. maí 2005

Frá því á haustdögum árið 2003 hefur vefsíðunefnd unnið að undirbúningi að nýrri og endurbættri upplýsinga- og þjónustusíðu fyrir Rótarýumdæmið á Íslandi. Var nýr vefur umdæmisins www.rotary.is opnaður formlega 12. maí sl. Vefsíðunefnd mun verða Rótarýklúbbum og nefndum innan handar við uppsetningu á síðum og veita þá ráðgjöf sem nefndarmenn geta. Fulltrúar nefnda og klúbba bera ábyrgð á innsetningu og uppsetningu efnis.

VefsidunefndJuni2005

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá opnun vefsins, f.v.: Egill Jónsson, umdæmisstjóri, Ólafur Ólafsson, formður, Guðni Gíslason, Þórdís Árnadóttir, skrifstofustjóri og Jón B. Stefánsson.

Í vefsíðunefnd umdæmisins 2004-2005 áttu sæti :

Ólafur Ólafsson Rkl. Vestmannaeyja formaður, Guðni Gíslason Rkl. Hafnarfjarðar og Jón B. Stefánsson Rkl. Görðum. Með nefndinni vann einnig Þórdís Árnadóttir, skrifstofustjóri umdæmisins. Á fyrra ári var Logi Jes Kristjánsson, grafískur hönnuður fengin til að hanna útlit síðunnar í samræmi við hugmyndir sem nefndin hafði samþykkt og Guðni Gíslasona, innanhúss­arkitekt veitti ráðgjöf um uppsetningu og framsetningu efnis. Í „haus” síðunnar eru myndir frá rótarýklúbbunum sem birtast í tilviljanakenndri röð og auðvelt er að skipta út og bæta við myndum. Í byrjun var meginverkefni nefndarinnar að taka saman og flokka efni sem hentaði fyrir nýjan upplýsingavef. Á seinni stigum var samið við Nepal hugbúnað ehf. í Borgarnesi um vefumsjónarkerfi og vefhýsingu sem hentaði fyrir Rótarýumdæmið. Jafnframt að hýsa vef umdæmisins, eru flestir vefir íslensku rótarýklúbbanna einnig hýstir á vefsvæði umdæmisins. Vefsíðunefnin hefur lagt áherslu á að skapa vel útlitshannaðan vef með fjölbreyttu og ágætlega skipulögðu efni. Á upplýsingasíðunni er fréttakerfi og viðburðardagatal ásamt að sett hefur verið upp sérstakt myndaalbúm. Félagatal klúbbanna hefur verið sett inn á vefinn og gefur það möguleika á að leita að upplýsingum í gagnagrunni vefsins. Frekari viðbætur við félagatalið eru væntanlegar með haustinu. Hverjum rótarýklúbbi hefur einnig verið úthlutað netfangi, „klubbur“@rotary.is og er áframsending á viðkomandi forseta. Jafnframt hefur Rótarýumdæmið fengið nýtt netfang rotary@rotary.is og umdæmisstjóri hefur fengið netfangið umdstjori@rotary.is Vefsíðunefnd þakkar þeim sem lagt hafa hönd á plóginn við gerð hins nýja upplýsingavefs umdæmisins. Nefndin vonar að vefurinn verði gagnlegur íslenskum rótarýfélögum og almenningi sem leita þarf upplýsinga um Rótarý á Íslandi.

Ólafur Ólafsson formaður


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning