Samfélagsþjónusta
Samfélagsþjónusta merkir í raun það sem rótarýfélagi leggur af mörkum fyrir samfélagið annað hvort sem einstaklingur eða í samvinnu við aðra. Samfélagsþjónustunefnd hefur í raun með höndum þann þátt rótarýstarfs sem snýr að samfélaginu, einstaklingum og heild. Ýmsar undirnefndir má kjósa á vegum eða á vettvangi samfélagsþjónustunefndar og ber þar fyrst aðnefna æskulýðsnefnd.
Samfélagsþjónusta af ýmsu tagi hefur verið frá fyrstu árum rótarýs snar þáttur í störfum og athafnasemi rótarýklúbba. Þessi samfélagsþjónusta er af margættum toga spunnin og má þar nefna aðstoð við heilbrigða athafnasemi æskulýðs og ánægjulegra líf aldraðra. Átak í heilbrigðis-, hreinlætis- og húsnæðismálum í þróunarlöndum og margháttuð viðfangsefni sem til heilla, menningar og ánægju horfa í samfélagi klúbbanna. Aukin og betri kynni milli einstaklinga, byggðarlaga og þjóða hafa ávalt verið aðal markmið rótarýs, hollvænleg kynni sem stuðluðu að friðarvilja, vinsemd og skilningi á vandamálum samfélags og þjóða.