Alþjóðanefnd

Alþjóðanefnd

Alþjóðaþjónustunefnd - World Community Service

  • Fróðleikur fyrir fólkið í nefndinni: Smelltu hér!

Verkefni Alþjóðaþjónustunefndar

Verkefni Alþjóðaþjónustunefndar er að koma á samstarfi rótarýklúbbs, sem vill láta gott af sér leiða, við rótarýklúbb í öðru landi, sem þarfnast aðstoðar við hjálparstarf í sínu umdæmi. Allt frá árinu 1967 hafa rótarýklúbbar um allan heim eflt alþjóðleg tengsl sín á milli með beinum stuðningi rótarýklúbba í einu landi við þjónustuverkefni rótarýklúbba í öðru landi í

gegnum starf Alþjóðaþjónustunefndarinnar. Lokið hefur verið við þúsundir verkefna og á hverju ári leggja rótarýklúbbar fram u.þ.b. 26 milljónir bandaríkjadala í vörum og peningum til slíkra verkefna. Rótarýfélagar, sem starfa í 168 löndum í meira en 32 þúsund klúbbum, eru í einstakri aðstöðu til að veita þjónustu á skilvirkan hátt, þar sem þeir eru á staðnum, þar sem þörfin er mest hverju sinni. Þegar rótarýklúbbur í einu landi styður við þjónustuverkefni klúbbs í öðru landi næst tvennt fram: Annars vegar geta myndast vináttutengsl milli klúbba, sem styrkir alþjóðastarf Rótarý og hins vegar nýtist fé það, sem lagt er fram á skilvirkan hátt með milliliðalausri aðstoð við þá sem þurfa á hjálp að halda. Gagnabanki Rotary International er með um hundruð verkefna á skrá og fylgst er með árangri af starfinu og haft eftirlit með því að starfað sé í samræmi við reglur, sem settar hafa verið.

Alþjóðaþjónustunefnd hvetur stjórnir allra klúbba umdæmisins til að standa fyrir söfnun og leggja eitthvað að mörkum til þessa alþjóðlega hjálparstarfs Rótarýs.  Alþjóðaþjónustunefnd hefur opnað reikning í nafni Rótarýumdæmisins vegna þessa verkefnis : nr. 011-26-610174 kt. 610174-3969

 

Alþjóðaþjónustunefnd ( World Community Service) styður vatnsverkefni í Indlandi.

Rótarýfélagar, sem starfa í 168 löndum í meira en 32 þúsund klúbbum, eru í einstakri aðstöðu til að veita þjónustu á skilvirkan hátt, þar sem þeir eru á staðnum, þar sem þörfin er mest hverju sinni. Lögð hefur verið áhersla á  stuðning Rótarý klúbba við vatnsöflun í þróunarlöndunum ( Water Health and Hunger ). Á s.l. tveim árum hafa meir en 5.000 Rótarýklúbbar víðs vegar um heiminn lagt eitthvað að mörkum við að tryggja þurfandi fólki aðgang að hreinu vatni. Alþjóðaþjónustunefndin á Íslandi ákvað því á þessu ári að taka þátt í að styrkja vatnsöflunar verkefni með því að fara í samstarf við umdæmi 3150 í Andra Pradesh fylki á Indlandi. Rótarý Reykjavík-Austurbær átti í samstarfi við rótarýklúbb í þessu sama umdæmi (3150) í fyrravor, þegar gefnir voru 4 bátar með veiðarfærum, til fiskimanna sem höfðu misst báta sína í flóðbylgjunni í árslok 2004. Samstarfið við þennan klúbb gekk mjög vel, og ákveðið var að halda því samstarfi áfram og nú á sviði vatnsöflunar. Í Andra Pradesh settu rótarýklúbbar sér það markmið að gefa 1000 litla brunna, sem byggðir eru í þorpum, annars vegar á þurrkasvæðum, en hins vegar við sjávarsíðuna þar sem fjöldi þorpa urðu illa úti í flóðbylgjunni miklu. Mikill skortur hefur verið á hreinu drykkjarvatni á þessum svæðum, en margir Rótarýklúbbar víðs vegar um heiminn hafa styrkt þetta metnaðarfulla verkefni. Hver brunnur getur séð 250 einstaklingum fyrir vatni í 15 ár. Nú hafa 9 klúbbar á Íslandi ( umdæmi 1360 ) sent rúmlega US$ 8.000.- til þessa verkefnis. Það verður mikið úr peningunum í þessum heimshluta og þessi upphæð mun duga til að setja upp 18 brunna og tryggja að 4.500.- einstaklingar hafi aðgang að hreinu vatni næstu 15 árin.

Alþjóðlegur hjálparstuðningur Rótarý

Alþjóðlegt hjálparstarf með þátttöku Rótarýklúbba um allan heim er ein birtingarmynd þjónustuhugsjónar Rótarý. Rótarýsjóðurinn á rætur sínar að rekja til ársins 1917 og veitir á hverju ári tugmilljónum bandaríkjadala til margvíslegra verkefna, allt frá skólastyrkjum og styrkjum við starfshópaskipti til verkefna sem ætlað er að efla heilbrigði, frið og mannúð og útrýma hungri. Stærsta verkefni sjóðsins er Polio Plus verkefnið til að útrýma lömunarveiki í heiminum. En Rótarýsjóðurinn er ekki eina alþjóðaverkefni Rótarý. Allt frá árinu 1967 hafa Rótarýklúbbar um allan heim eflt alþjóðleg tengsl sín á milli með beinum stuðningi Rótarýklúbba í einu landi við þjónustuverkefni Rótarýklúbba í öðru landi í gegnum starf Alþjóðaþjónustunefndarinnar (World Community Service). Lokið hefur verið við þúsundir verkefna og á hverju ári leggja rótarýklúbbar fram u.þ.b. 26 milljónir bandaríkjadala í vörum og peningum til slíkra verkefna.

Hvernig hjálpa Rótarýklúbbar hverjum öðrum?

Með því að Rótarýklúbbar í einu landi styðji við þjónustuverkefni klúbba í öðru landi fæst tvennt fram: Annars vegar geta myndast vináttutengsl milli klúbba sem styrkir alþjóðanet Rótarý og hins vegar nýtist fé það sem lagt er fram á þennan hátt milliliðalaust til aðstoðar við þá sem þurfa á hjálp að halda. Rotary International tekur engan hlut í framlögum fyrir þá þjónustu sem Alþjóðaþjónustunefndin veitir sem felst í því að taka við óskum um verkefni, hafa eftirlit með því að þau séu í samræmi við reglur sem settar hafa verið og setja verkefnin fram á heimasíðu Rotary International. Með samskiptatækni nútímans geta klúbbar svo haft beint samband sín á milli og þeir klúbbar sem sinna þjónustuverkefnunum geta veitt upplýsingar um þau og árangur þeirra til styrktarklúbba.

Alþjóðlegur stuðningur á Íslandi

Í tilefni 100 ára afmælis Rótarý var lögð sérstök áhersla á að efla þennan þátt í starfsemi Rótarýumdæma um allan heim og af því tilefni var stofnuð Alþjóðaþjónustunefnd í íslenska umdæminu. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar veitti kr. 150.000.- til samstarfsverefnis með Rótarýklúbbi Kimberly í S-Afríku vegna aðstoðar við fátæka og alnæmissjúka, Rótarý Reykjavík veitti kr. 321.000.- til Rauðakross Íslands vegna hamfaranna í Asíu, Reykjavík Austurbær lagði fram upphæð til kaupa á 4 bátum og netum í SA-Asíu vegna hamfaranna þar og Reykjavík Miðborg ákvað að leggja fram kr. 200.000.- í nokkur ár til að styrkja ungar stúlkur til náms í Malavi. Ákveðið hefur verið að íslenska Alþjóðaþjónustunefndin muni á hverju ári leggja fram tillögu um 2 verkefni, eitt að vori og annað að hausti sem klúbbar umdæmisins geta sameinast um að taka þátt í. Í þeim tilvikum verður gjöfin frá umdæminu í heild og á þann hátt verður slagkraftur verkefnanna meiri. Það er þó mjög mikilvægt að hafa í huga að upphæðir þurfa ekki að vera stórar til að skipta miklu máli fyrir þurfandi fólk í öðrum heimshlutum. Með 400 dollurum má kaupa bát sem dugar til að tvær fjölskyldur geti framfleytt sér, fyrir 550 dollara má grafa brunn sem nýtist 250 einstaklingar fyrir vatni í 15 ár eða saumavél sem hægt er að kaupa fyrir 75 dollara og dugar konu til að framfleyta 5 manna fjölskyldu. Nefndin mun jafnframt leggja fram tillögur að 3-5 öðrum verkefnum sem klúbbar geta tekið þátt í beint ef áhugi er fyrir hendi. Loks geta klúbbar líka fundið eigin verkefni með því að fara inn á rotary.org.

Til frekari fróðleiks, sjá:  www.rotary.org/programs/wcs/index.html, www.rotary.org/programs/wcs/index/volunteers/  www.handsacrossthesea.org/

Almennt er gert ráð fyrir að verkefnin sem um ræðir séu uppbyggingarverkefni til að bæta líf fólks til lengri tíma. Jafnframt hefur nefndin lagt til (hyggst nefndin þó leggja til) við stjórn umdæmisins að klúbbar leggi ákveðna upphæð í viðbragðasjóð umdæmisins. Þannig verði til sjóður sem hægt er að grípa til með skömmum fyrirvara svo að umdæmið geti tekið þátt í því að styrkja Rótarýklúbba á hamfarasvæðum. Með slíkum sjóði mætti veita stuðning við fyrstu hjálp Rótarklúbba ef til hamfara kemur eins á flóðaldanna í Suð-Austur Asíu, jarðskjálftanna í Pakistan og aurskriðurnar í Guatemala eða fellibyljanna í Bandaríkjunum.

Vatnsverkefnið

Nú í haust hefur stjórn Rótarýumdæmisins ákveðið að leggja áherslu á vatnsverkefni Rótarý. Verkefnið hófst á síðasta ári undir forystu Glenn E. Estess þáverandi forseta Rotary International og heldur áfram á þessu ári undir forystu núverandi forseta, Carl-Wilhelm Stenhammar. Fyrsta verkefnið sem Alþjóðaþjónustunefndin mælir með við alla klúbba hér á landi er því á þessu sviði. Rótarýklúbbar um allan heim hafa á undanförnum mánuðum tekið þátt í hundruðum vatnsverkefna. Þau eru af margvíslegum toga, allt frá því að hreinsa ár, hanna vatnshreinsitæki, vinna gegn framgangi eyðimarka, kenna skólabörnum mikilvægi vatns, grafa brunna og koma upp einfaldri hreinlætis- og salernisaðstöðu í þorpum. Það er af mörgu að taka, en Alþjóðaþjónustunefndin á Íslandi ákvað að fara í samstarf við umdæmi 3150 í Andra Pradesh fylki á Indlandi. Þar settu rótarýklúbbar sér það markmið að gefa 1000 litla brunna í þorpum á þurrkasvæðum annars vegar og við sjávarsíðuna hins vegar þar sem fjöldi þorpa urðu illa úti í flóðbylgjunni í lok síðasta árs og skortur hefur verið á hreinu drykkjarvatni. Hver brunnur kostar 550 bandaríkjadali og getur séð 250 einstaklingar fyrir vatni í 15 ár (Það er búið að stofna reikning í nafni Rótarýumdæmisins vegna verkefna Alþjóðanefndar:111-26-610174 kt. 610174-3969). Nú þegar hafa klúbbar í Ástralíu, Bandaríkjunum, Brasilíu, Austurríki og í Japan tekið þátt í verkefninu með umdæmi 3150 og byggðir hafa verið yfir 300 brunnar. Nýr brunnur í þorpi þýðir ekki aðeins að fólk hefur aðgang að hreinu, heilnæmu vatni heldur þýðir hann einnig að konur og börn þurfa ekki að ganga langar leiðir til að ná í vatn á hverjum degi. Þar með verður til tími fyrir börnin til að ganga í skóla og fyrir konurnar til að vinna sér inn peninga eða sinna þörfum fjölskyldunnar á annan hátt. Rótarý Reykjavík-Austurbær átti í samstarfi við rótarýklúbba í umdæmi 3150 í vor þegar klúbburinn gaf 4 báta til fiskimanna sem höfðu misst báta sína í flóðbylgjunni í fyrra. Samstarfið gekk mjög vel, og ákveðið var að halda því áfram nú á sviði vatnsverkefnisins, enda er það tillaga Rótarý International að klúbbar byggi upp langtímasamband við klúbba í öðrum löndum. Hér má sjá sex af fréttabréfum  í tengslum við styrktarverkefni með stuðningi klúbba í öðrum löndum. Jafnframt eru upplýsingar frá Rótarý International um vatnsverkefnið.

Önnur verkefni

Það er stefna umdæmisins að taka fyrst og fremst þátt í langtímauppbyggingarverkefnum á borð við vatnsverkefnið. En á stundum verða atburðir eins og jarðaskjálftarnir í Pakistan þar sem fyrst þarf að bjarga mannslífum áður en hægt er að hugsa til lengri tíma. Umdæmið stefnir að því að setja upp sjóð til að geta brugðist við hörmungum með skjótum hætti, en þar sem hann er ekki kominn á stofn bendir Alþjóðaþjónustunefndin á verkefni á vegum rótarklúbbs Helston-Lizard í Cornwall, Englandi sem sendir hjálparkassa með tjaldi og svefnpokum o.fl. nauðsynjum til hamfarasvæðanna, þ.á.m. fjallahéraða í Pakistan. Hver kassi kostar GBP 490 eða $850 U.S. Hafi klúbbar eða rótarýfélagar hug á að styðja við björgunarstarfið í Pakistan með þessum hætti biðjum við þá að kynna sér heimasíðu verkefnisins :  til að fá nánari upplýsingar. Skýrsla Alþjóðaþjónustunefndar 2006-2007


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning