Fréttir af GSE hóp

4.5.2006

Hópurinn kominn heim

Snemma að morgni 2. maí lenti íslenski GSE hópurinn í Keflavík. Stuttu áður hafði GSE hópurinn frá Minnesota og Norður Dakóta lent með vél frá New York. Okkur þótti sérstaklega vænt um að hitta formann Starfshópaskiptanefndarinnar Dögg Pálsdóttir sem tók á móti okkur ásamt fjölskyldum.

Snemma að morgni 2. maí lenti íslenski GSE hópurinn í Keflavík. Stuttu áður hafði GSE hópurinn frá Minnesota og Norður Dakóta lent með vél frá New York. Okkur þótti sérstaklega vænt um að hitta formann Starfshópaskiptanefndarinnar Dögg Pálsdóttir sem tók á móti okkur ásamt fjölskyldum. Við lögðum af stað frá hótelinu í Williston kl 5 að morgni 1. maí og lentum í nokkrum hremmingum þar sem farangur okkar læstist inni í hótelbílnum. Eftir hálftíma seinkum var flogið til Dickinson, síðan til Denver þar sem við biðum í nokkra tíma áður en flogið var til Baltimore Washington. Þar biðum við enn í 4 tíma áður en við flugum með Icelandair til Keflavíkur og lentum kl 6 að morgni 2. maí. Við vorum því nokkuð þreytt en ánægð yfir að vera komin heim aftur, þó við hefðum verið tilbúin að fara þessa ferð aftur jafnvel aftur á bak. Við viljum þakka öllum þeim sem gerðu þessa ferð okkar að veruleika. Við þökkum gestgjöfum okkar og öllum Rótaryfélögum í Kanada, Minnesota og Norður Dakóta fyrir ógleymanlegar móttökur og einstakt tækifæri til að kynnast námum, verksmiðjum, sjúkrahúsum, fyrirtækjum, stofnunum og einstökum náttúruperlum sem við annars aldrei hefðum haft tækifæri á að sjá. Við höfum eignast vini og kunningja sem við vonumst til að hitta aftur ef ekki hér á Íslandi þá hvar sem verða vill.

English version

The Icelandic GSE Team landed in Keflavik Iceland early morning May 2nd some half an hour later than the GSE Team from Minnesota and North Dakota that landed from New York. The chairman of Icelandic GSE Commitee, Dögg Pálsdóttir, welcomed us upon landing as well as our family members. We departed our hotel in Williston at 5:00 in the morning of May 1st but got in some trouble as our heavy luggage got locked inside the hotels van. After half an hours delay we flew to Dickinson, then to Denver were we waited some hours before flying to Baltimore Washington. There we waited for 4 hours before flying Icelandair to Keflavik Iceland and landed at 6 in the morning. We were a wee bit tired but happy to be back home again, though we were ready to do the trip all over again backwards. We want to thank all those that made our trip possible. We thank our host families and all the Rotarian members for their unforgettable hospitality and uniqe opportunity to visit mines, mills, firms, hospitals and natural monuments and parks, all the places we would never have been able to visit on our own. We made friends we hope to meet again, if not in Iceland than wherever possible.

Thank you. BBjarnadóttir




Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning