Æskulýðsnefnd
Æskulýðsnefnd
Hlutverk æskulýðsnefndarinnar er að sjá um undirbúning og framkvæmd nemendaskipta á vegum Rótarý, sumarbúðir ungmenna og önnur þau verkefni er tengjast æskulýðsstarfi á vegum Rótarýumdæmisins.
Lögð er áhersla á að rótarýklúbbar hafi ungmennaþjónustunefnd sem eina af fastanefndum sínum.
Æskulýðsnefndin skal kynna sér stöðu mála hjá einstökum klúbbum og hvetja þannig alla klúbba til að gefa íslenskum ungmennum tækifæri á að fara út í heim og víkka sjóndeildarhringinn og koma heim sem betri þegnar og sem rótarýfélagar framtíðarinnar.
Sjá nánar undir Ungmennastarf