Plönturnar

Gróðursetning 2007

Þrátt fyrir slagveðursrigningu gekk vel að planta 124 trjáplöntum í skógræktarsvæði klúbbsins sl. sunnudag, 20. maí. Mæting hefur verið oft betri en þegar rösklega er unnið klárast verkin fljótt.
Plönturnar voru keyptar hjá Skógræktarfélaginu en félagið færði einnig klúbbnum reyniviðarplöntur til minningar um Björn Árnason. Þrjár þeirra eru vefjaræktaður af trjám á Suðurgötu 27 og tvær eru reyniviðarplöntur frá Írlandi. Plantað var:
15 alaskaöspum
15 stafafurum
14 reynitrjám
5 lindifurum
35 sitkagreni
35 birki
Borið var úr tveimur pokum af áburði vítt og breitt um svæðið.
Að lokinni gróðursetningunni var ljúft að fara úr blautum yfirhöfnum og þiggja kaffi og rjómavöfflur hjá Dísu hans Vignis í "sumar"húsinu þeirra þarna rétt hjá. Er henni og öllum sem komu að þessari gróðursetningarferð þakkað frábært framlag.


Hfj_haus_01