Minningarsteinn

Minningarsteinn um látna félaga

Minningarsteinn um látna félagaÞann 5. júní 2007 kallaði Níels Árnason, þáverandi forseta klúbbsins, Guðna Gíslason til sín en þann dag voru 50 ár liðin síðan hann gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar. Forseti færði Níelsi vandaðan blómvönd í tilefni dagsins en Níels þakkaði fyrir sig með 1 milljón kr. ávísun til minningar um látna félaga í klúbbnum. Sýndi þetta vel þann hug sem Níels bar til rótarýstarfsins og félaganna í klúbbnum sem hann hafði átt samleið með.

Sjórnin samþykkti einróma þann 6. júní tillögu forseta um að hluta fjársins yrði varið til að reisa minningarstein í skógræktarsvæði félagsins um látna félaga og hafði einnig samþykkt að gera Níels að heiðursfélaga klúbbsins í virðingarskyni fyrir langt og óeigingjarnt starf í klúbbnum og var sú tillaga borin undir klúbbfund 7. júní 2007 og var hún samþykkt samhljóða.

Þá þegar var gengið frá pöntun á steini sem settur hefur verið upp í skógræktarreit klúbbsins við Klifsholt v/ Kaldárselsveg og var afhjúpaður af Guðna Gíslasyni, fráfarandi forseta sem fékk  Gunnhildi Sigurðardóttur, forseta klúbbsins til liðs við sig við verkið og var minningarsteinninn blessaður af sr. Sigríði Kristínu Helgadóttur 26. júní 2008.




Hfj_haus_01