Skógrækt við Hamarinn

Frumkvæði að stofnun Fegrunarfélags Hafnarfjarðar

Trjám plantað vestan við Hamarinn

Eitt samfélagsverkefni R.H. sem tekið var föstum tökum var trjárækt og fegrun bæjarins. Á tveimur fundum í febrúar 1951 gerðu þeir Kristinn J. Magnússon og Júlíus Nýborg fegrun bæjarins að umræðuefni, einkum svæðin kringum Hamarinn og Lækinn. Var málinu vísað til stjórnarinnar. Á stjórnarfundi 3. mars 1951 var samþykkt að leggja fyrir klúbbfund eftirfarandi tillögu:

„Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar samþykkir að beita sér fyrir stofnun fegrunarfélags fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er hafi það hlutverk með höndum að vinna að fegrun bæjarins og efla snyrtilega umgengni í bænum. Ákveður fundurinn að kjósa 3 menn er vinni að því að fá önnur félagasamtök í bænum til samstarfs um málið og sjá síðan um að haldinn verði almennur borgarafundur er hrindi stofnun félagsins í framkvæmd.”

Allt þetta gekk eftir. Klúbbfundur samþykkti tillöguna, kaus þá Kristinn J. Magnússon, Þorvald Árnason og Stefán Jónsson í nefndina og þeir ýttu við öðrum félögum í bænum.

Fegrunarfélag Hafnarfjarðar var stofnað 22. apríl 1951 og var Kristinn J. Magnússon fyrsti formaður þess en alls voru fimm stjórnarmenn af sjö rótarýfélagar. Og l. desember 1951 hélt Fegrunarfélagið almennan borgarafund í Bæjarbíó. Lét félagið mikið til sín taka í bænum næstu árin og allt þar til sett var á laggirnar sérstök fegrunarnefnd bæjarins árið 1966. En R.H. lét ekki sitt eftir liggja í þessum efnum þótt fegrunarfélag væri stofnað. Laugardaginn 15. júní 1951 hafði Júlíus Nýborg forgöngu um gróðursetningu trjáplantna vestan undir Hamrinum og stóðu þar margir rótarýfélagar að verki ásamt fjölskyldufólki. Þessari gróðursetningu var haldið áfram næstu árin eins og sjá má af verkunum.




Hfj_haus_01