Barnaheimilið var byggt árið 2008 og því eðlilegt að ýmislegt væri farið að láta á sjá eftir umgang 120 til 170 barna sem þar dvelja að jafnaði daglega sem þó eru mjög prúð og ganga vel um.
Lesa meiraEitthvert stærsta og umfangsmesta verkefni sem Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur nokkru sinni ráðist í er bygging heimilis fyrir munaðarlaus börn fórnarlamba alnæmis í fátækrahverfi í borginni Kimberley í Suður Afríku. Núverandi forseti RH, Gunnhildur Sigurðardóttir, kynntist aðstæðum þessara barna þegar hún vann á vegum Rauðakross Íslands við aðhlynningu alnæmissjúkra í þessari borg á árunum 2003 og 2004. Félagar í RH og Rótarýklúbbi Suður Kimberley ákváðu að standa saman að þessu verkefni árið 2006 og Rótarýklúbburinn Reykjavík Austurbær slóst í hópinn seinna sama ár.
Lesa meira