Fundargerðir og skjöl

Fundargerðir

65. umdæmisþing Rótarýumdæmisins á Íslandi var sett í Salnum í Kópavogi, föstudaginn 15 október kl 13.30. Umdæmisþingið var í umsjá Rótarýklúbbsins Borgir í Kópavogi.

Þema þingsins: Hreint vatn- Brunnur Lífs

Þingforsetar voru Kristján Guðmundsson, forseti Rkl. Borga og Anna Stefánsdóttir  fv. forseti Rkl. Borga.

Margrét Friðriksdóttir umdæmisstjóri bauð gesti velkomna til þingsins og sagði frá einkunnarorðum starfsársins, Bulding Communities – Bridging Continents, sem Margrét hafði valið að yfirfæra sem Treystum samfélagið- tengjum heimsálfur.   Yfirskrift þingsins var hins vegar :  Hreint vatn, hreint umhverfi-brunnur lífs.  Var í upphafi ræðu Margrétar sýnt lítið myndverk þar sem leikið var á blásturshljóðfæri úti á ísi lögðu vatni og var lagið frumsamið fyrir þingið.  Margrét sagði frá undirbúningi þingsins og þakkaði félögum sínum í Borgum fyrir óeigingjarnt starf því að mörgu er að hyggja þegar samkoma að þessari stærðargráðu er undirbúin. Hún ávarpaði erlenda gesti og bauð velkomna fulltrúa forseta Rotary International, Elias Thomas III og konu hans Jane, einnig fulltrúa Rótarýumdæmanna á Norðurlöndum, Mikael Ahlberg og Charlotte konu hans.   Margrét gerði vatnið að umtalsefni sem verkefni fyrir Rotaryhreyfinguna og minnti á setningu eftir Benj. Frankl. „Þegar brunnurinn þornar vitum við hvers virði vatnið er“. Einnig minntist hún á stöðugt verkefni við útrýmingu berkla og lömunarveiki.

Margrét sagði síðan að 65. Umdæmisþing Rotary  sett, og bað Kristján og Önnu að taka við fundarstjórn.  

Næstur tók til máls Elías Thomas III  og kvaðs vera ákaflega ánægður að vera hér og þakkaði fyrir  hlýlegar  móttökur.  Sagði hann síðan frá starfi sínu í að afla fjár til hjálparstarfs í vanþróuðum löndum, bólusetningum,  lagningu vatnsleiðsla og hjálp við þá sem eru fórnarlömb lömunarveiki. Sagði hann áhrifaríka sögu af litlum  dreng sem átti enga möguleika aðra en sitja einn á hörðum stól allan daginn meðan foreldar hans unnu á akrinum og þá breytingu sem varð á lífi hans við að fá hjólastól. Endaði hann á að segja að ef við gerðum öll eitthvað í þessum málaflokki  yrði það mikið  þegar saman kæmi.  

Anna þakkaði fyrir gott erindi  og Kristján  kynnti næsta dagskrárlið sem var söngur  kórs Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.   Þá kynnti Anna norrænu fulltrúana, hjónin Mikael  og Charlotte Ahlberg frá Svíþjóð.  Mikael heilsaði á íslensku og sagði að þau væru einskonar eyjabúar eins og Íslendingar, þar sem þau búa á Ölandið .  Þau hefðu notið þess í starfi sínu fyrir Rotary að ferðast til annarra landa og kynnast fólki.  Charlotta sagði frá þakklæti kvenna í 3. heiminum sem hafa fengið margvíslega hjálp og fræðslu gegnum Rotary.“  Aleinn getur lítið en samtakamáttur getur gert kraftaverk“, voru hennar lokaorð. 

Þá flutti umdæmisstjóri Inner Wheel á Íslandi, Hildur Pálsdóttir , IW Selvossi  ávarp.  Sagði hún að á stríðsárum fyrri heimstyrj. hafi menn ekki haft nógan tíma til að sinna Rótarýstarfi og því leitað til eiginkvenna sinna að bjarga málunum.  Þegar svo stríðinu lauk og menn komu aftur  til starfa fundu  þessar konur að Rótarýhreyfingin hafði höfðað til  þeirra , en þá voru konur ekki orðnar meðlimir, svo þær  stofnuði sín eigin samtök , Innra  hjólið. Í dag eru 3691 slíkir klúbbar starfandi um allan heim.  1973 var fyrsti klúbburinn stofnaður á Íslandi og gerðu þær strax vináttuna að aðalverkefni auk stuðning við menntun kvenna .  

Næst tók til máls forseti Rótarýactkl. Geysis, Þórhildur Magnúsdóttir.   Þetta er klúbbur ungs fólks sem hefur farið í nokkra klúbba til að kynna sig og biðja um styrki, því flestir meðlimir eru ungt námsfólk.  Rifjaði Þórhildur upp ferð sem hún fór í með erlendu gestunum daginn áður,  og einnig þakkaði hún móðurklúbbunum Borgum og Görðum fyrir stuðning.     Þá boðaði Kristján fundarstjóri  kaffihlé.

Eftir hlé skýrði Kristján frá breytingu á dagskrá þar sem Vigdís Finnbogadóttir átti að flytja ávarp. Gat hún ekki mætt en Kristján las í staðinn upp bréf sem hún sendi  þar sem hún lýsti ánægju  sinni yfir að vera Rótarýfélagi  og líkti því við að vera stöðugt  í Háskóla lífsins að hlusta á öll þau fræðandi erindi og fyrirlestra sem boðið væri upp á og nefndi að umhverfismál hefðu alltaf verið sér hugleikin.  Sendi hún hlýjar kveðjur inn á þingið. 

Næstur tók til máls Helgi Björnsson jöklafræðingur og sýndi myndir frá hlýnun seinni ára og þau áhrif sem það hefur á bráðnun jökla.  Tengdi hann það saman við vatnsbúskap landsins.  Jöklar þekja nú 11% af Íslandi en fara hratt minnkandi.  Taldi hann að nú væri álíka hlýtt á landinu og um landnám en eftir það kom kuldaskeið  þar sem  jöklar bættu við sig. Velti hann síðan upp ýmsum áhrifum sem hlýnun gæti haft í för með sér  m.a. á virkjanir  og vatnsnotkun.

Þá var fundi slitið  og gengið til kirkju og minnst látinna félaga.


Fundargerð ritaði Sigrún Sigurðardóttir

 

Laugardagur 15. okt. 2010  kl. 8.30 – kl. 11.10.

Fundarstaður:  Menntaskólinn í Kópavogi.

Umdæmisstjóri  Margrét Friðriksdóttir  var fundarstjóri  formóts og bauð fundargesti velkomna. Hún lýsti  í stuttu máli  starfsemi fundarstaðarins,   Menntaskólans í Kópavogi,  en í skólanum eru um 1.500 nemendur  og um 100 kennarar.  Auk hinna venjulegu kennslugreina er einnig starfrækt  ferðamálasvið  og  hótel – og matvælaskóli.    

Þá gerði Sveinn H. Skúlason, fráfarandi  umdæmisstjóri.  grein fyrir

reikningum umdæmisins fyrir starfsárið 2009-2010.   Hann gerði grein fyrir þeim erfiðleikum  sem urðu í rekstrinum vegna kreppunnar en

EEMA ráðstefnan sem haldinn var í Reykjavík  reyndist vera eins og lóttóvinningur  og skilaði  verulegum hagnaði  sem rétti hag umdæmisins verulega og kom rekstrarárið út með kr. 6.149.667. í hagnað. 

Nokkrar spurningar voru bornar upp af hálfu fundarmanna  varðandi reikningana og svaraði Sveinn þeim af sinni alkunnu lipurð. 

Margrét  bar  síðan reikningana  undir atkvæði til samþykktar  og voru þeir samþykktir samhljóða.

Þá kynnti  Margrét fjárhagsáætlun umdæmisins fyrir starfsárið 2010-2011.  Nokkar  umræður urðu um áætlunina og einnig m.a. rædd hugmynd um að bæta heimasíðu hreyfingarinnar m.a. með því  að þar yrðu myndir af öllum meðlimum klúbbanna.  Fjárhagsáætlunin var síðan borin undir atkvæði og var hún samþykkt samhljóða.

Þá fór fram val á fulltrúum á löggjafarþing  árið 2013.

Tillaga kom fram um Guðmund Björnsson sem fulltrúa og Ellen Ingvadóttur til  vara og var sú tillaga samþykkt samhljóða.

Birna Bjarnadóttir, formaður starfshópaskiptinefndar,  fjallaði um GSE starfshópaskipti og  sagði frá ferð íslenska hópsins  árið 2010 en farið var til Kansas  í ferð sem tókst mjög vel. Næsta ferð mun verða  farin til Ástralíu.  

Þá tók til máls Ólafur Helgi Kjartansson, formaður Rótarysjóðsnefndar og ræddi um Rótarysjóðinn,  framlög klúbbanna og í hvað fjármunm væri varið.

- Þá var gert kaffihlé í 20 mínútur.

Þá var komið að því að fjalla um löggjafarþingið 2010 og lög Rótarýhreyfingarinnar.

Guðmundur Björnsson, fulltrúi umdæmisins á COL(Council on Legislation)  gerði grein fyrir því helsta sem fram kom á þingi COL sem fram fór  þann 26-30.  apríl 2010  í  Chicago.  Fór hann þar yfir þær breytingar sem gerðar voru á grundvallarlögum  RI  og ræddi einnig nauðsynlegar breytingar á sérlögum klúbbana.  Urðu nokkrar umræður um þessar breytingar. Þá ræddi hann nýju þjónustuleiðina,

Ungmennaþjónustuna, í hverju hún væri fólgin og hvernig klúbbarnir ættu að bregðast við.  Var gerður góður rómur að máli Guðmundar.

Í framhaldi  máli  Guðmundar sleit Margrét fundarstjóri samkomunni þar sem halda átti í skoðunarferð  í  Gvendarbrunna.  Fyrir utan skólann biðu hópferðavagnar sem fluttu þinggesti ásamt mökum til Gvendarbrunna.   

Í Gvendarbrunnum flutti blásaratríó ljúfa tónlist,  síðan fór fram   vatnstónlistargjörningur sem Guðjón Magnússon kynnti  og iðnaðarráðherra og rótaryfélagi í Borgum,  Katrín Júlíusardóttir, flutti ávarp.  Í lokin var gestum boðið uppá að skála í vatni  með klaka frá Vatnajökli. 

Fundargerð ritaði Guðmundur Þórðarson


Laugardagur:

Menntaskólinn í Kópavogi:

Kl.13.00 Þingforsetar: Arnþór Þórðarson og Málfríður Kristiansen.

Á dagskránni var flutningur örfyrirlestra félaga í Rótarýklúbbnum  Borgum.

Skemmtidagskrá var flutt milli fyrirlestra sem Stefán Baldursson sá um.

Dagskráin hófst með Hláturjóga, stjórnandi  var Juan Camillo frá Colombiu.

Kl. 14.00 Örfyrirlestrar:

1.      Mikilvægi hreins vatns, Jónína Stefánsdóttir matvælafræðingur: Um vatnið sem matvæli.

2.      Vatn forsenda gróðurs, Emma Eyþórsdóttir dósent: Góður vatnsbúskapur forsenda ræktunnar.

Skemmtiatriði

Guðrún Gísladóttir leikkona flutti örsögur eftir Elísabetu Jökulsdóttur: Sófinn í garðinum, Kona sem fór eftir auglýsingu og Hörmungarsögu.

3.      Vatn sem auðlind Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur: Um að virða auðlindina og hvar sé ferskt vatn? Rigningin er góð.

Skemmtiatriði

Hallgrímur Ólafsson leikari og trúbador skemmti með söng og gríni.

4.      Líf í vatni, Karl Skírnisson dýrafræðingur: Fyrstu lífverur verða til í vatni, að lifa og hreyfa sig í vatni. 

Skemmtiatriði

Guðrún Gísladóttir las ljóð eftir Þórarinn Eldjárn:  Kjarval málari, Kiljan skrifar, Silla sílikona, Bókagleypir, Ísafold liggur

Fyrirlestur:  Hreint vatn, hreint umhverfi- brunnur lífs: Guðmundur Andri Thorsson rifhöfundur

Hann ræddi um að íslendingar tryðu á vatn og fossa. Hann vitnaði m.a. í grein eftir Helga Guðmundsson um Öxarárfoss og ræddi um hvernig nafgiftin hefði orðið til, t.d heitið forseti, sá sem situr undir fossinum. Fossinn sem feldur. Þorgeir Ljósvetninga goði hefði lagst undir feldinn/ fossinn.  Að skáldin hafi ort um Dettifoss: Einar Benediktsson, Kristján fjallaskáld, Matthías Jochumsson. Hann ræddi um frægustu ljóðin um fossa og að sigra fossa. Maðurinn er ekki herra jarðarinnar sagði hann, hann er perri jarðarinnar.

Umdæmisþingi lauk síðan með því að Margrét Friðriksdóttir umdæmisstjóri Rotary á Íslandi óskaði öllum hjartanlega til hamingju með glæsilegt og fróðlegt þing og sagði að það hefði ríkt góður Rotaryandi . Hún hvatti gesti til að til að klappa stutt og dúndrandi klapp fyrir þinginu. Síðan kallaði hún upp Tryggva Pálsson verðandi umdæmisstjóra  og félaga úr Rótarýklúbb Austurbæ sem greindu frá næsta þingi. Hún sleit síðan þingi og sagði , var þetta ekki bara gaman.

Næsta umdæmisþing verður á vegum Rótarýklúbbs Austurbæjar 14.-15. október 2011

Ritari Emilía Júlíusdóttir.


 

 

   

 



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning