Umdæmisþing 2016

71. umdæmisþing Rótarý í Kópavogi 2016

14.-15. október

71. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Kópavogi  dagana 14. og 15. október 2016.
Það er okkur félögunum í Rótarýklúbbi Kópavogs sönn ánægja að bjóða ykkur ásamt mökum innilega velkomin á þingið og við vonum að þið eigið ánægjulega heimsókn í Kópavog þessa haustdaga.

Dagskrá þingsins verður sambland af fróðleik og skemmtun ásamt hefðbundnum þingstörfum og er það von okkar að þinggestir njóti vel samverunnar. Sjá dagskrána hér

Gert er ráð fyrir að forsetar, ritarar og gjaldkerar allra Rótarýklúbba landsins mæti og verða sérstakir  fræðslufundir fyrir þessa embættismenn klúbbanna á laugardeginum.

Eins og fram kemur í dagskrá þingsins hefst móttaka Þinggesta og skráning  kl. 13:00 föstudaginn 14. október í Digraneskirkju og þingsetning verður svo þar kl. 14:00.

Opnað hefur verið fyrir vefskráningu og eru rótarýfélagar hvattir til að skrá sig ásamt mökum sínum sem fyrst.

Skráið ykkur hér 


Takmarkaður fjöldi herbergja hefur verið tekinn frá á Grand Hótel Reykjavík á sérstöku verði og gilda þau verð til 27. september. Eftir það gilda almenn verð. Sjá nánar hér.

Sendum ykkur öllum bestu rótarýkveðjur og vonumst til að sjá ykkur sem flest í Kópavogi í október.

Guðmundur Ólafsson, formaður undirbúningsnefndar
Sigfinnur Þorleifsson, forseti Rótarýklúbbs Kópavogs


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning