Umdæmisþing 2010-2011
  • Kópavogur

65. Umdæmisþing Rótarý 2010

haldið í Kópavogi 15.-16. október

Umsjón: Rótarýkúbburinn Borgir - Kópavogur
Þingstaður: Menntaskólinn í Kópavogi

Sendið fyrirspurnir um þingið á thing@rotary.is

 

Ertu búin(n) að skrá þig? Gerðu það hér  (skráning er ekki hafin)

logo_borgir_ting10ÁGÆTU RÓTARÝFÉLAGAR OG MAKAR

Það er okkur í Rótarýklúbbnum Borgum í Kópavogi mikil ánægja að bjóða ykkur velkomin til 65. umdæmisþings Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi sem haldið verður í Kópavogi 15. og 16. október 2010.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur og vonum að Rótarýfélagar alls staðar að af landinu muni fjölmenna sem aldrei fyrr.

Umdæmisþing er árlegur vettvangur Rótarýfélaga til að efla kynni og auka samstarf um leið og við styrkjum Rótarýhugsjónina „þjónusta ofar eigin hag". Þau nýmæli eiga sér nú stað að umdæmisþingið verður haldið á haustdögum, á fyrri hluta starfsárs okkar, í stað þess að ljúka starfsárinu í júní með umdæmisþingi. Það er von okkar að þessi breyting verði til þess að auka þátttöku og hafi hvetjandi áhrif á alla Rótarýfélaga til dáða og góðra verka í framtíðinni.

Þinghaldið verður með nokkuð öðrum blæ en tíðkast hefur þar sem hluti formóts hefur verið sameinaður undirbúningsfræðslunni (PETS).

Meira svigrúm gefst fyrir fræðandi og skemmtileg erindi, umræður um Rótarý og af hverju við erum í Rótarý, skoðanaskipti okkar á milli og ógleymanlegar samverustundir.

Dagskrá þingsins fer annars vegar fram í menningarstofnunum bæjarins á Borgarholtinu, þ.e. Salnum, Gerðarsafni og Kópavogskirkju og hins vegar í Menntaskólanum í Kópavogi.

Rótarýklúbburinn Borgir er ungur klúbbur en hann fagnar tíu ára afmæli sínu á þessu ári. Við viljum leggja okkar af mörkum til að efla Rótarýhugsjónina í verki og félagar leggja sig nú alla fram við undirbúning þingsins. Það er gefandi starf og eykur samheldni klúbbfélaga að taka að sér þau fjölmörgu verkefni sem undirbúningurinn krefst. Við viljum hvetja alla Rótarýfélaga til að fjölmenna á umdæmisþingið – velkomin í Kópavog.

Margrét Friðriksdóttir
umdæmisstjóri 2010-2011

 

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning