Strandir 2016

Ævintýraferð norður í Árneshrepp á Ströndum

5.-7. júní 2015

Ruglaðir þetta Rotarylið,
En reyndar urðu menn ekki hissa,
Þegar helmingur þeirra hætti við,
Þegar heyrðu þeir fengju ekki að pissa.

Í Djúpuvík á StröndumFöstudagur

Ekið frá Búðardal um Gilsfjarðarbrú og Þröskulda og til Hólmavíkur og stansað við Kaupfélag Strandamanna. 16.00 - 17.30,  Þar er flugvöllur, ekki mikið notaður ORGIA.

Ekið frá Hólmavík um Bjarnarfjarðarháls og Bala til Djúpuvíkur. 18.00 - 20.00 - kvöldverður í Hótel Djúpuvík - gisting.

Hótel Djúpavík er staðsett í stórbrotnu landslagi við botn Reykjarfjarðar á Ströndum. Djúpavík er u.þ.b. 75 km norðan við Hólmavík. Á efri hæð hótelsins eru 8 hlýleg tveggja manna herbergi með handlaugum. Á gangi eru snyrtingar með karla- og kvennasalernum og steypiböðum. Húsið sem nú er Hótel Djúpavík var byggt á 3ja áratug síðustu aldar fyrir konur sem unnu á söltunarplaninu við söltun síldar. Þá kallaðist það Kvennabragginn. Það var síðan gert upp árið 1985 og það sumar komu síðan fyrstu gestirnir á hótelið.

Laugardagur

Ekið frá Djúpuvík og að Gjögri. Gengið um og sagt frá útgerð þar.

Ekið að Gjögursflugvelli. Gengið þaðan um Reykjanesströnd. Komið að heita pottinum í Hákarlavogssogi og að hverunum í Laugarvík.
Skoðaðar verbúðartóftir frá 1100-1500. Rölt um á milli litlu vinalegu húsanna þar sem áður var helsta hákarlaverstöð á landinu. Þar er engin föst búseta lengur, en húsin eru notuð af fyrrum íbúum til sumardvalar. Ágjögri er flugvöllur sem flogið er á tvisvar í viku frá Reykjavík. Á Gjögurströnd er stórbrotið landslag sem er frábært að ganga um.

Ekið að Kolgrafarvík og gengið þar niður í Kistu og sagt frá galdrabrennunum 1654.
Árið 1654 er álitið að galdrafárið á Íslandi hafi hafist með þremur brennum í Trékyllisvík á Ströndum. Í Trékyllisvík er gjá sem er opin fram í sjó, nokkuð löng og djúp, sem nefnist Kista. Í henni voru þrír menn brenndir á báli fyrir galdra haustið 1654. Ætla má að þeir hafi verið brenndir ofarlega í gjánni þar sem sjór náði ekki til. Þeir hafa verið bundnir við rekavið þar sem nú er grjót. Allt umhverfið er dautt, drungaleg og ófrjótt .  Í heimildum frá 17. öld segir m.a.: "Það kemur í góðar þarfir um þessar mundir, að reki er mikill á Ströndum. Í Trékyllisvík hafa nú tvívegis verið kynt galdrabál með fimm daga millibili."

• Ekið til í kaupfélagið í Norðurfirði (Tangann). Stansað þar.
• Ekið út að Krossnesi og farið í Krossneslaug.
• Ekið um Trékyllisvík og yfir Eiðið og út að Munaðarnesi. Horft til Drangaskarða.
• Ekið til baka og komið við í Árnesi. Safnahúsið í Kört skoðað og kirkjurnar tvær. Sagt frá Flóabardaga 1244.
• Ekið til Djúpuvíkur - kvöldverðurSunnudagur

Tími til að skoða sig um á Djúpuvík að morgninum.

Um hundruðir ára hafði landbúnaður verið aðal atvinnuvegurinn í héraðinu, en saga Djúpavíkur hefst árið 1917 þegar Elías Stefánsson setti þar á stofn síldarsöltunarstöð. Þetta breytti lífi fólks, en síðan varð Elías gjaldþrota í kreppunni miklu árið 1919.
Árið 1934 var hafist handa við byggingu síldarverksmiðju á Djúpavík og aðeins rúmu ári síðar, eða 7. júlí 1935 var farið að framleiða bæði síldarmjöl og lýsi. Veiðin var mjög góð og verksmiðjan malaði gull.

Þegar síldarverksmiðjan var fullbyggð var hún langstærsta steinsteypta bygging á Íslandi. Enn þann dag í dag er hún gríðarstór, 90 metra löng á 3 hæðum.

Síldarverksmiðjan var útbúin öllum fullkomnustu tækjum til síldarbræðslu og vinnslu á mjöli. Lýsið fór í gegnum 6 skilvindur sem skildu úr því vatn og föst efni og fór síðan í steinsteypta tanka fyrir utan verksmiðjuna sem rúmuðu samtals 5,6 tonn. Slíkar skilvindur höfðu ekki verið notaðar áður hér á landi.

En tímarnir breyttust. Aflinn náði hámarki á svæðinu sumarið 1944, en eftir það minnkaði síldastofninn hratt. Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til nýrra notkunarmöguleika var síldarverksmiðjunni endanlega lokað árið 1954.• Lagt af stað suður frá Djúpuvík kl. 11.00.

• Ekið í Skreflur og sagt frá staðnum.
• Ekið til Hólmavíkur.
• Ekið í Búðardal.
• Ekið til Hafnafjarðar, komið þangað ca. 17:00.

Fjölmargar myndir frá ferðinni má sjá hér


Hfj_haus_01