Ferðir klúbbsins
Ferðaglaður rótarýklúbbur
Rótarýhreyfingin leggur mikla áherslu á fjölskylduna og hvetur til þátttöku fjölskyldu rótarýfélaga í rótarýstarfinu. Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar fer reglulega í ferðir, til útlanda sem í styttri ferðir innanlands.
Fyrsta utanlandsferði var farin til Færeyja og Skotlands árið 1971 en síðan hefur klúbburinn farið tvívegis til Færeyja, til Bandaríkjanna og Kanada á Íslendingaslóðir og í borgarferðir til Brussel og Kaupmannahafnar og nýlega fór hópur klúbbfélaga til S-Afríku.
Hefð er fyrir fjölskylduferð 1. maí, fjölskylduferð í skógræktarreitinn og svo er alltaf hægt að finna ástæðu fyrir skemmtilegri ferð innanlands