Umdæmisþing 2014

Umdæmisþing Rótarý 2014
- Vörpum ljósi á Rótarý

10. - 11. okótber 2014

Umdæmisþing Rótarý verður að  þessu sinni haldið í Garðabæ föstudaginn 10. og laugardaginn 11. október n.k.

Það er okkur félögunum í  Rótarýklúbbnum Görðum í Garðabæ sannur heiður að bjóða þig og maka þinn hjartanlega velkominn á þingið og vonum að þú eigir eftir að upplifa bæði  fróðlega og skemmtilega daga í Garðabæ.

Þingið verður sett í Vídalínskirkju föstudaginn 10. október kl. 15 með hefðbundinni dagskrá. Í kjölfarið verður síðan haldinn hátíðar Rótarýfundur hjá Rótarýklúbbnum Görðum í safnaðarheimili kirkjunnar.

Laugardaginn 11. október verður þinginu framhaldið í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ.  Þar  verða aðalfundarstörf auk fræðandi fyrirlestra sem Rótarýfélagar og fleiri flytja. Einnig verður boðið uppá vinnustofur fyrir forseta, ritara og gjaldkera líkt og gert var á síðasta þingi og gafst afar vel.  Að auki verða ýmis listræn atriði þinggestum til skemmtunar.

Þá verður sú ánægjulega nýjung að Inner Wheel verður með sitt umdæmisþing sama dag og á sama stað. Umdæmisþingi Rótarý og Inner Wheel  lýkur síðan með hátíðarkvöldverði á laugardagskvöldinu í Fjölbrautarskólanum

Að venju koma erlendir gestir á þingið og eigum við von á  fulltrúa frá Rotary International og fulltrúa frá Norðurlöndum sem að þessu sinni kemur frá Svíþjóð.

Við vonum að sem flestir Rótarýfélagar á landinu mæti á þingið sem verður fræðandi og skemmtilegt að vanda.

Skráning hefst á netinu síðar í þessum mánuði.  Gerður hefur verið samningur við Grand Hótel varðandi gistingu þinghelgina og verða þátttakendur að nefna Rótarý við pöntun til að fá samningsverðið.

Við félagar ykkar í Rótarýklúbbnum Görðum sem höfum unnið að undirbúningi þingsins hlökkum mikið til að sjá ykkur í Garðabænum.

Með rótarýkveðju

Páll Hilmarsson,
formaður aðalskipulagsnefndar


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning