Þjóðmálaþjónusta

Þjóðmálaþjónustunefnd

Þjóðmálaþjónusta merkir í raun það sem rótarýfélagi leggur af mörkum fyrir samfélagið annað hvort sem einstaklingur eða í samvinnu við aðra. Vel mætti því kalla þennan þátt samfélagsþjónustu.  Þjóðmálanefnd hefur í raun með höndum þann þátt rótarýstarfs sem snýr að samfélaginu, einstaklingum og heild.  Ýmsar undirnefndir má kjósa á vegum eða á vettvangi þjóðmálanefndar og ber þar fyrst aðnefna æskulýðsnefnd.  Rótarýhreyfingin hefur alla tíð gert sér far um að vinna heilt að málefnum æskufólks, annað tveggja á eigin vegum eða í samvinnu við aðra.  Má þar nefna námsstyrki og skipti á nemum, ráðgjöf um tómstundayðju, starfsval og holl viðfangsefni. 

Sama má raunar segja um þjónustu og aðstoð við aldraðra.  Á margan hátt hafa rótarýklúbbar sinnt gömlu fólki, boðið á samkomur, efnt til ferðalaga og rétt þurfandi fólki hjálparhönd í einstökum tilfellum.  Þess eru einnig mörg dæmi að rótarýklúbbar veiti sjúkum eða vanheilum einstaklingum aðstoð þótt þeir standi ekki fyrir almennum fjársöfnunum í því skyni.

Með því er eindregið mælt að rótarýklúbbur hafi árlega með höndum verkefni sem til heilla og menningarauka horfir fyrir samfélagið.  Á þann hátt sannar hann þann tilgang rótarýs að þjóna samfélaginu og efla aðra til góðra verka.

Íslenskir klúbbar hafa á margan hátt rækt samfélagsþónustu á menningar- og mannræktarsviði.  Umhverfisvernd er að sama skapi ríkur þáttur í samfélagsþjónustu rótarýklúbba viða um land.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning