Starfsþjónusta

Starfsþjónustunefnd

Vocational Service

Rótarýfélagar eru fulltrúar starfsgreina og til þess er ætlast að þeir rækti þjónustuhugarfar í öllum störfum sínum og iðki þjónustulund með samborgurum sínum sem ekki eru rótarýfélagar. Starfsþjónustunefnd hefur það hlutverk með höndum að gæta þess að félagar greini frá störfum sínum og viðfangsefnum og miðli hver öðrum þekkingu um starfssvið sitt og iðju. Þessi fræðsla verður enn markvissari ef forráðamenn fyrirtækja bjóða félögum að skoða og sjá athafnasemi, tæki og framleiðslu i verksmiðjum sínum eða stofnunum. Þetta tíðkast víða í rótarýklúbbum og er bæði vinsælt og hagkvæmt.  Þjónusta í störfum er aðal sanns rótarýfélaga. 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning