Alþjóðaþjónusta

Alþjóðamálanefnd

Rótaryhreyfingin er alþjóðafélagsskapur og því er alþjóðaþjónustan mikilsverður þáttur í starfsemi klúbbanna. Alþjóðanefnd hefur með höndum þetta verkefni og er stjórn klúbbsins til styrktar og aðstoðar í samskiptum við erlenda rótarýfélaga, klúbba í öðrum löndum og aðalstjórn R.I.   Nefndin gerir sér far um að taka vel á móti erlendum gestum sem koma á fundi, greiða götu þeirra er með þarf og vera þeim innan handar um skipulag ferða hérlendis.  Vel hefur gefist að að félagi úr sömu sömu starfsgrein og erlendi rótarýgesturinn sé fenginn til að liðsinna honum.  Tíðkast hefur að rótarýklúbbar í tveimur eða fleirri ólíkum þjóðlöndum séu vinaklúbbar.  

Æskulýðsnefnd hvers rótarýklúbbs starfar í nánu samstarfi við alþjóðamálanefnd.  Nemendaskipti milli landa, sem er gildur þáttur í starfsemi rótarýklúbba, kemur að sjálfsögðu mjög til kasta alþjóðanefndar.  Sama máli gegnir þegar um starfshópaskipti milli landa eru á döfinni.  Einn þýðingarmesti þáttur í starfi alþjóðanefndar er að vinna með klúbbstjórn að að eflingu Rótarýsjóðsins.




Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning