Klúbbnefndir
Snemma varð þjónusta í verki inntakið í marki og miði rótarýs, þjónustuhugarfar og tillitssemi við náungan í orðum og gjörðum. Fjórprófið varð einskonar innsigli þessara stefnumiða í störfum, bæði hjá einstökum félögum og hjá hreyfingunni í heild. Af þessum sökum hefur sú stefnumörkun verið sett fram að markmið rótarýs sé að örfa og glæða þjónustu á fjórum þjónustusviðum.
Þessi svið eru: klúbbþjónusta, starfsþjónusta, þjóðmálaþjónusta, alþjóðaþjónusta og ungmennaþjónusta.
Samkvæmt þessu eru aðalnefndir hvers rótarýklúbbs fjórar, þ.e.:
- klúbbnefnd,
- starfsþjónustunefnd
- þjóðmálanefnd
- alþjóðanefnd
- ungmennaþjónustunefnd
Ýmsar fleiri nefndir eru kostnar og skipaðar til vissra starfa í klúbbnum og eru sumar þeirra undirnefndir þessara fjögurra.