Fararheill eða feigðarflan - öryggi ferðamanna og náttúruvernd er yfirskriftin á málþingi Rótarýklúbbs Rangæinga í Gunnarsholti 26. febrúar nk. kl. 11.30.
Ráðstefnustjórar: Guðbjörg Arnardóttir og Björn Bjarndal Jónsson
Gott er að láta vita um þátttöku til edda@land.is og jafnframt hvort þeir mæti í súpuna.
Málþingið er öllum opið og ekkert þátttökugjald.
Lesa meiraÓlafur Ólafsson stofnaði rótarýklúbb Rangæinga árið 1966 og hefur verið virkasti félaginn í klúbbnum frá upphafi og er það enn. Rkl. Rangæinga heiðraði Ólaf þegar hann fagnaði 90 ára afmæli sínu nýlega.
Lesa meiraNú hafa 98 skráð sig á umdæmisþingið sem haldið verður á Selfossi 11.-12. október og 127 manns hafa skráð sig á lokahófið. Stefnir í mjög líflegt og spennandi þing. Áttir þú eftir að skrá þig?
Lesa meiraNámskeið í félagaþrórun, „Workshop on Development of Clubs - tailor made for the individual club“, er yfirskriftin á námskeiði fyrir félaga úr rótarýklúbbum sem bera ábyrgð á félagaþróun. Hvað þarf til að gera starf í rótarýklúbbi áhugavert fyrir nýja félaga? Námskeiðið er á Grand Hotel kl. 10-15, laugardaginn 6. apríl.
Lesa meiraFélagar í Rótarýklúbbi Rangæinga fóru ásamt góðum gestum í Þórsmerkurferð á fyrsta fundi haustsins. Tókst ferðin vel, veðrið lék við klúbbmenn og náttúran skartaði sínu fegursta þrátt fyrir öskufall undanfarinna ára.
Lesa meiraRótarýklúbbur Rangæinga hefur á undanförnum árum veitt viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana í Rangárvallasýslu. Á fundi klúbbsins nr 2100 fengu tveir einstaklingar viðurkenningu.
Lesa meira