Fréttir
Hauststarf komið í fullan gang
Hauststarf Rótarýklúbbs Rangæinga er komið í fullan gang eftir langt og gott sumar.
Ýmis erindi hafa verið haldin á haustdögum. Eldgosið i Eyjafjallajökli og afleiðingar þess hafa fengið góða umfjöllun sem og fjármálahrunið orsakir og afleiðingar þess. Klúbbfélögum hefur fjölgað um einn í haust og gekk sveitastjórinn í Rangárþingi Eystra Ísólfur Gylfi Pálmason aftur í klúbbinn eftir nokkurra ára fjarveru við þingstörf og sveitarstjórnarstörf. Framundan eru vikulegir fundir sem verða flestir haldnir í Hvolnum á Hvolsvelli frá 18:30 - 20:00. Eru rótarýfélagar úr öðrum klúbbum hvattir til að mæta og kynna sér störf klúbbsins.