Fréttir

19.1.2011

Viðurkenningar veittar

Rótarýklúbbur Rangæinga hefur á undanförnum árum veitt viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana í Rangárvallasýslu. Á fundi klúbbsins nr 2100 fengu tveir einstaklingar viðurkenningu.

Á fundi Rótarýklúbbs Rangæinga nr 2100 var tveimur einstaklingum þeim Dorfa Eysteinssyni forstjóra Suðurverks og Kjartani Þorkelssyni sýslumanni Rangæinga, veitt viðurkenning. Afhenti forseti Rótarýklúbbs Rangæinga Drífa Hjartardóttir forseti klúbbsins þeim félögum áletraða steina úr Hamragarðaheiðinni. Kjartani var veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi störf í þágu almannavarna og Dofra fyrir framúrskarandi störf við mannvirkjagerð í Rangárþingi. Dofri og Kjartan þökkuðu kærlega fyrir heiðurinn og þann góða hug sem þeir töldu að væri að baki slíkrar viðurkenningar.


Rótarýklúbbur Rangæinga - Kvoslækjará